spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: McGregor og Diaz haldið í skefjum í vigtuninni

Myndband: McGregor og Diaz haldið í skefjum í vigtuninni

conor mcgregor ufc 196 vigtunVigtunin fyrir UFC 196 var að klárast rétt í þessu. Allir náðu vigt og er ekkert nema stórslys sem kemur í veg fyrir bardagana á morgun.

8.000 manns voru í MGM Grand Garden Arena til að sjá bardagamennina vigta sig inn. Um 150.000 manns horfðu á vigtunina í beinni á Youtube. Gríðarlegur áhugi er fyrir bardagakvöldinu á morgun enda Conor McGregor alltaf vinsæll.

Það var klárt mál að koma átti í veg fyrir að þeir Nate Diaz og Conor McGregor myndu lenda í áflogum líkt og á blaðamannafundinum í gær. Áður en McGregor og Diaz stigu á svið mættu tveir lögregluþjónar til að halda mannskapnum í skefjum ef svo þurfti.

Diaz var fljótur að senda McGregor fingurinn sem reyndi að nálgast Diaz en var ýtt burt. Báðir sendu þeir hvor öðrum tóninn í viðtali við Joe Rogan. McGregor hló að Diaz og sagðist aldrei hafa séð svona mjónu sem er samt með bumbu.

tom lawlor
Tom Lawlor.

Tom Lawler er þekktur fyrir að vera með skrípaleik í vigtuninni (sjá neðar) og hann mætti með gervi Conor McGregor tattú á bringunni sem vakti mikla kátínu.

Vigtunina má sjá hér að neðan í heild sinni.

Hér má sjá nokkur skemmtileg augnablik með Tom Lawlor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular