Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllir náðu vigt fyrir UFC Fight Island 8

Allir náðu vigt fyrir UFC Fight Island 8

UFC er með bardagakvöld núna á miðvikudaginn í Abu Dhabi. Allir 28 bardagamenn kvöldsins náðu vigt.

Bardagakvöldið er annað bardagakvöld ársins hjá UFC. Upphaflega áttu þeir Leon Edwards og Khamzat Chimaev að mætast í aðalbardaga kvöldsins á þessu miðvikudagskvöldi en bardaganum var aftur frestað vegna kórónuveirusmits.

Í staðinn mætast þeir Neil Magny og Michael Chiesa í aðalbardaga kvöldsins. Báðir náðu þeir vigt í morgun sem og allir bardagamenn kvöldsins.

Bardagakvöldið er á besta tíma en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 14:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 17:00.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 17:00):

Veltivigt: Michael Chiesa gegn Neil Magny
Veltivigt: Warlley Alves gegn Mounir Lazzez
Léttþungavigt: Isaac Villanueva gegn Vinicius Moreira
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi gegn Viviane Araújo
Fluguvigt: Matt Schnell gegn Tyson Nam
Fjaðurvigt: Lerone Murphy gegn Douglas Silva de Andrade

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 14:00):

Millivigt: Omari Akhmedov gegn Tom Breese
Bantamvigt: Ricky Simon gegn Gaetano Pirrello
Fluguvigt: Su Mudaerji gegn Zarrukh Adashev
Millivigt: Dalcha Lungiambula gegn Markus Perez
Fluguvigt: Francisco Figueiredo gegn Jerome Rivera
Léttvigt: Mike Davis gegn Mason Jones
Bantamvigt: Umar Nurmagomedov gegn Sergey Morozov 
Fluguvigt kvenna: Victoria Leonardo gegn Manon Fiorot

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular