spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllir vilja berjast við Conor

Allir vilja berjast við Conor

Conor-McGregor-Money-UFC-WT-EmbeddedEftir að Rafael dos Anjos meiddist hafa ansi margir lýst yfir áhuga á að berjast við Conor McGregor á UFC 196. Eins og staðan er núna eru annað hvort Nate Diaz eða Donald Cerrone líklegastir til að fá bardagann.

Conor McGregor er ein stærsta stjarnan í UFC í dag og er vitað mál að bardagi gegn honum gefur vel í aðra hönd. Því hafa ansi margir bardagamenn óskað eftir að taka stað Rafael dos Anjos á UFC 196. Sumir í gríni en aðrir í alvöru.

Nate Diaz þykir ansi líklegur þessa stundina. Hann ætlar þó ekki að suða neitt í UFC.

Donald Cerrone er mjög líklegur sömuleiðis og hefur m.a. ráðið til sín næringarfræðinginn Mike Dolce til að hjálpa sér að komast í 155 pundin.

” I know a guy “

A video posted by Donald Cerrone (@cowboycerrone) on

Anthony Pettis lýsti yfir áhuga á að berjast við McGregor

Eddie Alvarez kom sér í umræðuna

Khabib Nurmagomedov líka en hefur ekkert barist í tvö ár og sagði UFC fljótt nei við hann

Diego Sanchez hefur aldrei liðið betur og langar í „red panty night“. Það vill enginn nema Diego Sanchez sjá þennan bardaga.

Urijah Faber var til í léttvigtarslag.

Evan Dunham telur sig hafa unnið núverandi meistara, Rafael dos Anjos.

Chris Wade reyndi. Sakar ekki að reyna.

Manny Gamburyan vonaðist eftir að fá bardagann þar sem hann er búinn að vera svo lengi að…?

Og þungavigtarmaðurinn Derrick Lewis reyndi líka.

Það er ljóst að allir vilja McGregor peninginn og geta þeir tekið númer og farið í röð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular