UFC hefur formlega rift samningi sínum við Demetrious Johnson. Johnson getur nú samið við ONE Championship og fer Ben Askren í skiptum.
Greint var frá fyrirætluðum skiptisamningi UFC og ONE Championship í síðustu viku sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Nú þegar UFC hefur leyft Johnson að fara hefur ONE sömuleiðis rift samningnum við Ben Askren. Báðir bardagamenn áttu nokkra bardaga eftir á sínum samningum og hefur svona skiptisamningur aldrei sést áður í MMA.
Forseti ONE, Chatri Sityodtong, greindi formlega frá skipunum í gær á meðan Johnson virtist vera spenntur fyrir samningnum á samfélagsmiðlum.
Please join me in welcoming the #1 pound-for-pound king, @MightyMouse, to ONE Championship! His extraordinary achievements speak for themselves, but I am most impressed by his character, his values, and his life story. #GOAT
— Chatri Sityodtong (@YODCHATRI) October 27, 2018
Thank you to @MightyMouse, @Benaskren, @ONEChampionship, @UFC, and @malkikawa for making the 1st trade in mixed martial arts history possible. #gratitude
— Chatri Sityodtong (@YODCHATRI) October 27, 2018
Sliding my way over to @ONEChampionship ? pic.twitter.com/3FteeZFSO8
— Demetrious Johnson (@MightyMouse) October 27, 2018
Askren hefur svo nýtt tímann til að láta marga bardagamenn UFC heyra það á Twitter.
Búist er við að Johnson og Askren skrifa undir samninga við nýju vinnuveitendur sína innan skamms.