spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAmanda Nunes ætlar ekki að berjast 9. maí

Amanda Nunes ætlar ekki að berjast 9. maí

Amanda Nunes mun ekki berjast þann 9. maí á næsta bardagakvöldi UFC. Nunes telur sig ekki geta undirbúið sig nægilega vel fyrir bardaga á meðan samkomubönn standa yfir.

UFC hefur þurft að fresta fjölmörgum bardagakvöldum vegna kórónaveirunnar. UFC stefnir á að halda sitt næsta bardagakvöld þann 9. maí en ekki er vitað hvar bardagakvöldið fer fram.

Vegna veirunnar eru allir bardagaklúbbar lokaðir og erfitt fyrir bardagafólk að undirbúa sig fyrir bardaga. Amanda Nunes hefur nú lýst því yfir að hún muni ekki berjast þann 9. maí. American Top Team, þar sem Amanda Nunes æfir, er lokaður en Nunes hefur fengið að æfa þar ásamt einum þjálfara.

Nunes átti að mæta Felicia Spencer um fjaðurvigtartitil kvenna en Nunes vill bíða átekta og sjá hvort hún geti fengið almennilegar æfingabúðir þegar hægt verður að opna.

Nunes leggur til að bardaginn fari fram í júní en hún mun í það minnsta ekki berjast í maí.

UFC hefur þegar hætt við bardagakvöldin sem áttu að vera þann 25. apríl og 2. maí en stefnir enn að því að halda stórt bardagakvöld þann 9. maí. Henry Cejudo og Dominick Cruz mætast í aðalbardaga kvöldsins eins og staðan er núna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular