Saturday, April 20, 2024
HomeErlentGamli bardaginn: Frumraun Jon Jones í UFC

Gamli bardaginn: Frumraun Jon Jones í UFC

Þann 9. ágúst 2008 barðist Jon Jones sinn fyrsta bardaga í UFC. Tæpum 12 árum síðar er hann einn besti en umdeildasti bardagamaður fyrr og síðar.

Jon Jones var 6-0 sem atvinnumaður þegar hann fékk kallið frá UFC. Fyrstu sex bardagana sína vann hann á aðeins þremur mánuðum og var því ennþá frekar grænn þegar hann kom í UFC.

Andstæðingur hans, Andre Gusmao, var einnig nýliði í UFC en tíu árum eldri. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun og varð síðan yngsti meistari í sögu UFC þegar hann vann léttþungavigtarbeltið tæpum þremur árum síðar.

Gusmao tapaði næsta bardaga sínum í UFC og var látinn fara. Gusmao hætti í MMA á svipuðum tíma og Jones varð meistari, þá með bardagaskorið 6-3.

Bardaginn fór fram á UFC 87 þar sem Georges St. Pierre sigraði Jon Fitch í aðalbardaga kvöldsins og Brock Lesnar barðist sinn 2. bardaga í UFC. Jones var í þriðja bardaga kvöldsins og fékk um 12.000 dollara fyrir sigurinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular