spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAmanda Nunes mætir Raquel Pennington í maí - Lee og Barboza mætast...

Amanda Nunes mætir Raquel Pennington í maí – Lee og Barboza mætast í apríl

Næsta titilvörn meistarans Amöndu Nunes verður gegn Raquel Pennington í maí. Þá var UFC að staðfesta frábæran léttvigtarbardaga í apríl.

Bantamvigtarmeistari kvenna, Amanda Nunes, mætir Raquel Pennington á UFC 224 í maí. Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en þó nokkrir miðlar hafa greint frá bardaganum. Bardagakvöldið fer fram í Brasilíu en þetta er í fyrsta sinn síðan 2015 sem Nunes berst í heimalandi sínu. Nunes hefur tvívegis varið titil sinn eftir að hún tók beltið af Mieshu Tate árið 2016. Meistarinn barðist bara einu sinni 2017 þegar hún sigraði Valentinu Shevchenko.

Nokkur skortur hefur verið á áskorendum í bantamvigtinni fyrir Nunes. Talað var um mögulegan bardaga gegn fjaðurvigtarmeistaranum Cyborg Justino en sá bardagi var úr sögunni þegar Cyborg samþykkti að berjast við Yana Kunitskaya nú um helgina.

Raquel Pennington hefur unnið fjóra bardaga í röð en síðast sigraði hún Mieshu Tate. Pennington hefur hins vegar ekkert barist síðan í nóvember 2016 en Pennington fótbrotnaði eftir bílslys síðasta haust. Hún er nú komin á gott ról aftur en bardaginn fer fram þann 12. maí.

Þá staðfesti UFC á dögunum skemmtilegan bardaga í léttvigt á milli Kevin Lee og Edson Barboza. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC Fight Night í Atlanda þann 21. apríl.

Báðir eru þeir að koma til baka eftir tap í síðasta bardaga. Kevin Lee þurfti að játa sig sigraðan gegn Tony Ferguson síðasta haust eftir „triangle“ hengingu í 3. lotu. Barist var upp á bráðabirgðartitilinn í léttvigt en Ferguson mætir Khabib Nurmagomedov í næsta mánuði um léttvigtartitilinn. Lee hafði reyndar eitthvað talað um að fara upp í veltivigt eftir erfiðan niðurskurð fyrir hans síðasta bardaga.

Barboza tapaði svo fyrir fyrrnefndum Khabib á UFC 219 í fyrra. Khabib valtaði yfir Barboza en Brasilíumaðurinn sýndi hetjulega baráttu. Þetta ætti að verða hörku bardagi en báðir eru með þeim betri í léttvigtinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular