Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaMagnús 'Loki' keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga í mars

Magnús ‘Loki’ keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga í mars

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson hefur skrifað undir samning um að berjast þann 17. mars í Doncaster í Englandi.

Magnús hefur gert glæsilega hluti á áhugamannabardagasviðinu nú seinustu ár og hefur það skilað honum sjö sigrum, einu jafntefli og þremur töpum ásamt því að lenda í þriðja sæti á Evrópumótinu í MMA árið 2016. Nú á 24. aldursári hefur hann ákveðið að stíga á stóra sviðið og taka atvinnubardaga.

Bardaginn fer fram sem fyrr segir í Doncaster á Englandi og er á vegum Cage Steel samtakana. Þar mætir hann Bretanum Gavin McGee (1-1) en bardaginn fer fram í léttvigt.

Fjórir mánuðir eru síðan Magnús keppti síðast og vill hann ólmur keppa aftur fyrir hönd Íslands og Reykjavík MMA.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular