Saturday, April 20, 2024
HomeErlentAnderson Silva dæmdur í eins árs bann

Anderson Silva dæmdur í eins árs bann

Anderson Silva

Anderson Silva, fyrrverandi UFC meistari í millivigt, var rétt í þessu dæmdur í eins árs bann af íþróttasambandi Nevada fylkis, Nevada Athletic Commission (NAC). 

Forsaga málsins er sú að Anderson Silva mældist með ólögleg efni í blóði eftir UFC 183, nánar tiltekið drostanolone metabolites og androsterone sem gefa til kynna inntöku anabólískra stera.

Silva hefur lengi haldið fram sakleysi sínu og lögfræðingur hans reyndi að sannfæra nefndina um að efnin hefðu komið úr stinningarlyfjum. Þessi rök virðast hafa haft lítil áhrif á nefndina sem dæmdi Silva í eins árs bann og breytti jafnframt niðurstöðu bardaga hans gegn Nick Diaz úr sigri á stigum í „no-contest“ og gerði sigurinn þar með ógildan.

Bannið tekur gildi frá síðasta bardaga Anderson Silva sem átti sér stað í lok janúar síðastliðinn. Hann gæti því fræðilega séð barist aftur í febrúar á næsta ári. Búist er við að Silva haldi áfram ferli sínum sem bardagamaður en þess má geta að hann er orðinn 40 ára gamall svo tíminn vinnur ekki með honum.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular