spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva féll aftur á lyfjaprófi

Anderson Silva féll aftur á lyfjaprófi

Þau tíðindi voru að berast að Anderson Silva hefur fallið aftur á lyfjaprófi. Hann mun þar af leiðandi ekki berjast gegn Kelvin Gastelum á bardagakvöldinu í Kína þann 25. nóvember.

Anderson Silva átti að mæta Kelvin Gastelum í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Sjanghæ eftir tvær vikur.

Goðsögnin Anderson Silva, sem áður hefur fallið á lyfjaprófi, hefur nú verið settur í tímabundið keppnisbann af USADA eftir fall á lyfjaprófi þar til að allt hefur komið í ljós. Ekki er vitað hvaða efni fannst í lyfjaprófinu en prófið sem Silva féll á var tekið þann 26. október. Ekkert hefur heyrst frá Anderson Silva eða hans búðum.

Eins og frægt er féll Silva á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz á UFC 183. Hann var í kjölfarið settur í eins árs langt keppnisbann en sterarnir drostanolone og androsterone fundust í lyfjaprófi hans. Afsökun hans í það skiptið var sú að hann hafi drukkið risdrykk frá Tælandi.

Líklegt þykir að USADA muni taka það bann inn í ákvörðun sína um keppnisbann Silva en verði Silva fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt bann. Anderson Silva er 42 ára gamall og vann sinn fyrsta bardaga í tæp fimm ár þegar hann sigraði Derek Brunson eftir umdeilda dómaraákvörðun í febrúar.

UFC hefur gefið það út að bardagasambandið sé að leita að staðgengli til að berjast við Gastelum í stað Silva.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular