0

Gunnar segist vera til í bardaga gegn Darren Till

Darren Till leitar nú að sínum næsta andstæðingi. Gunnar Nelson hefur nú boðið fram þjónustu sína og segist vera til í Darren Till.

Darren Till vonaðist eftir að fá bardaga gegn Stephen ‘Wonderboy’ Thompson í febrúar. Dana White tilkynnti að þeir myndu mætast en skömmu síðar lét faðir Thompson það eftir sér að þeir hefðu aldrei samþykkt bardagann.

Till setti þá færslu á Instagram þar sem hann sagði að allir væru hræddir við sig. Till hefur hlotið mikinn meðbyr eftir að hann rotaði Donald ‘Cowboy’ Cerrone í október. Hann tók hástökk upp styrkleikalistann eftir sigurinn og vill fá stóran bardaga næst. Till er frá Liverpool en talið er að UFC muni halda bardagakvöld í Liverpool þann 24. febrúar.

Gunnar svaraði færslu Till og sagðist vera til í slaginn. Nú er að sjá hvort Till taki áskorun Gunnars og hvort UFC setji þennan bardaga saman. Gunnar virðist núna vera tilbúinn að fara aftur á fulla ferð eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í sumar.

 

 

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply