0

Thompson feðgar kannast ekkert við bardaga gegn Darren Till

Allt benti til þess að þeir Darren Till og Stephen Thompson væru á leið saman í búrið í febrúar. Nú hefur hins vegar pabbi Thompson sagt að enginn hafi talað við þá um mögulegan bardaga við Darren Till.

Dana White sagði í gær á sérstökum spurt og svarað viðburði að Darren Till myndi mæta Stephen ‘Wonderboy’ Thompson á UFC viðburði á Englandi þann 24. febrúar. Bardaginn þykir spennandi en hugsanlega hljóp Dana á sig og tilkynnti þetta alltof snemma.

Pabbi Stephen Thompson, Ray Thompson, er yfirþjálfari Wonderboy og segir hann enginn hafi talað við þá feðga um Darren Till. „Við höfum ekki talað við neinn um að berjast við Darren Till. Ég veit ekki hvernig þetta getur verið staðfest. Till þarf að berjast við þá bestu fyrst eins og Wonderboy þurfti að gera til að komast á toppinn,“ sagði Ray Thompson við MMA Fighting.

Stephen Thompson er mögulega þumalputtabrotin á báðum höndum eftir bardagann gegn Jorge Masvidal um síðustu helgi. Thompson fer í nánari læknisskoðun á fingrunum í vikunni og gæti hann þurft að vera lengi frá reynast fingurnir vera brotnir.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.