spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrankie Edgar og Dominick Cruz meiddir

Frankie Edgar og Dominick Cruz meiddir

Tveir spennandi bardagar duttu upp fyrir seint í gærkvöldi vegna meiðsla. Titilbardagi Frankie Edgar fellur niður vegna meiðsla hans og þá er Dominick Cruz handleggsbrotinn.

Frankie Edgar átti að mæta Max Holloway í aðalbardaga UFC 218 þann 2. desember. Frankie Edgar varð fyrir meiðslum nýlega en þarf ekki að fara í aðgerð og verður því tilbúinn til að berjast innan 12 vikna. Þetta kemur fram í fréttum MMA Fighting frá því í gærkvöldi.

Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway vill samt sem áður ólmur berjast á kvöldinu og gerði það ljóst á Twitter í gærkvöldi.

Bardagar gegn Cub Swanson og endurat gegn Jose Aldo hafa verið nefndir sem möguleikar fyrir Holloway en það verður að koma í ljós. Holloway hefur nú þegar unnið þá báða en síðast sáum við hann klára Jose Aldo á UFC 212. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu og einn af þeim sigrum var gegn Cub Swanson. Sjálfur hefur Swanson unnið fjóra bardaga í röð og á að mæta Brian Ortega þann 9. desember.

Dominick Cruz er einnig meiddur og mun ekki berjast gegn Jimmie Rivera á UFC 219. Cruz handleggsbrotnaði fyrir stuttu og mun því ekki berjast alveg á næstunni. Cruz átti að berjast gegn Rivera á UFC 219 þann 30. desember í Las Vegas og sigurvegari bardagans hefði líklega fengið næsta titilbardaga gegn nýkrýndum meistara í bantamvigtinni, T.J. Dillashaw.

Cruz, sem er fyrrum bantamvigtarmeistari, vann einmitt titilinn í seinna skiptið gegn T.J. Dillashaw eftir klofna dómaraákvörðun í janúar 2016. Ekki er langt síðan John Lineker lýsti yfir áhuga á því að vera varamaður fyrir þennan bardaga með því markmiði að hoppa inn ef einhver skyldi meiðast.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular