spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAndre Berto: Gæti orðið langt kvöld fyrir Conor

Andre Berto: Gæti orðið langt kvöld fyrir Conor

Boxarinn Andre Berto barðist við Floyd Mayweather í september 2015. Hann var í viðtali í The MMA Hour á mánudaginn en hann telur að Conor McGregor eigi ágætis séns gegn Floyd Mayweather.

Berto er sá síðasti til að deila hringnum með Floyd Mayweather en það breytist þann 26. ágúst þegar Floyd mætir Conor McGregor. Floyd sigraði Andre Berto eftir einróma dómaraákvörðun en Berto deildi reynslu sinni með Ariel Helwani.

„Floyd sóar engri orku. Hann vill bara gera nóg til að fá stig eða til að vinna lotuna. Það er allt og sumt. Það er það eina sem hann þarf og hann gerir það í hverri lotu og það pirrar þig. Þú vilt harðan bardaga og þig langar að slá hann til líða eins og þú sért í bardaga,“ sagði Berto um viðureign sína gegn Floyd.

Berto telur að Conor geti meitt Floyd snemma en ef það gerist ekki gæti þetta orðið langt kvöld fyrir Conor. „Floyd er mjög, mjög, mjög fljótur að læra á þig. Og hann mun aðlagast mjög, mjög, mjög snemma. En Conor er ekki hefðbundinn boxari. Hann þarf að finna leið til að ná góðum vinklum og gera þetta óhefðbundið.“

Conor McGregor er örvhentur (e. southpaw) og telja margir að það muni valda Floyd vandræðum. Floyd hefur í gegnum tíðina átt í erfiðleikum með örvhenta en Berto telur að það hafi verið blásið upp á síðustu árum. „Ég held að Floyd hafi áður verið í miklum vandræðum með örvhenta andstæðinga. En á síðustu árum hefur hann lært á þá. Ég held að örvhenti stíllinn verði ekki eins mikið vandamál og fólk heldur. Floyd er með frábæra hægri sem er alltaf mikilvægt vopn gegn örvhentum andstæðingum.“

Berto sagði einnig að mikil keyrsla hafi verið í æfingabúðunum sínum fyrir bardagann en Mayweather hafi nánast svæft sig í bardaganum með þolinmæði sinni og ró. „Hann er snillingur í að kynna og auglýsa bardaga en berst svo ekki. Hann er snillingur í að róa hlutina niður og hægja á hraðanum í bardaganum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular