spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAndstæðingur Valgerðar féll á lyfjaprófi eftir bardaga þeirra

Andstæðingur Valgerðar féll á lyfjaprófi eftir bardaga þeirra

Valgerður Guðsteinsdóttir vann sinn þriðja atvinnubardaga í boxi í október. Nú hefur komið í ljós andstæðingur hennar féll á lyfjaprófi eftir bardaga þeirra.

Valgerður Guðsteinsdóttir mætti Dominika Novotny á Oslofjord Fight Night þann 21. október. Valgerður sigraði Novotny eftir dómaraákvörðun og er nú 3-0 á ferli sínum sem atvinnuboxari.

Á dögunum kom í ljós að Novotny féll á lyfjaprófum sem tekin voru í aðdraganda bardagans. Fyrra prófið var tekið þann 18. október og það seinna 21. október eða sama dag og bardaginn fór fram. Efnið sem fannst í lyfjaprófinu hennar kallast stanazol og er anabólískur steri en þetta kemur fram í frétt VG Sporten í Noregi.

Þess má geta að sama efni fannst í lyfjaprófi Cris ‘Cyborg’ Justino, fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC, er hún féll á lyfjaprófi árið 2011.

Novotny virðist því hafa reynt að svindla fyrir bardagann gegn Valgerði en samt ekki tekist að ná sigri. Von er á Valgerði aftur í hringinn á næsta ári en ekkert sem hægt er að staðfesta á þessari stundu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular