Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Lawler vs. Dos...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Lawler vs. Dos Anjos

UFC heldur ágætis bardagakvöld í Winnipeg í Kanada í kvöld. Hér skulum við líta á það áhugaverðasta sem um er að vera á bardagakvöldinu.

Robbie Lawler mætir RDA í spennandi veltivigtarbardaga

Þessi bardagi er aðalbardagi kvöldsins og stendur svo sannarlega undir því. Virkilega spennandi að sjá hvernig þessi bardagi fer, sérstaklega af tvennum ástæðum. Annars vegar til þess að sjá hvar hinn 35 ára gamli Robbie Lawler stendur í veltivigtinni eftir 40 bardaga, ófá stríð og hvort hann eigi enn erindi í að titilinn. Hins vegar verður gaman að sjá hvar Rafael dos Anjos stendur á móti topp 5 veltivigtarmanni eftir að hafa litið vel út gegn Teric Saffiedine og Neil Magny. Ef svo færi að RDA sigraði þá væri hann svo sannarlega að blanda sér í titilbaráttuna. Ef Lawler sigrar er hann einnig kominn með sterkt tilkall til titilbardaga á móti manninum sem hann tapaði titlinum til, Tyron Woodley.

Bardagamaðurinn sem Íslendingar hata snýr aftur

Santiago Ponzinibbio tekur sinn fyrsta bardaga eftir vægast sagt umdeildan sigur gegn okkar manni, Gunnari Nelson í júlí. Þar notaði hann augnpotin óspart og rotaði okkar mann í fyrstu lotu. Nú mætir hann manni sem er næstum því jafn erfitt er að halda með og Argentínumanninum, Mike ‘Platinum’ Perry. Perry hefur verið að gera allt vitlaust í veltivigtinni með sorakjafti og látum og virðist einsettur í að fá sem flesta upp á móti sér. Þetta er ákveðin taktík í að fá fólk til að taka eftir sér og það virðist vera að virka nokkuð vel. Báðir bardagamenn vilja standa og láta höggin dynja á hvor öðrum og það er nánast öruggt að þetta verði skemmtilegur bardagi.

Glover Texeira gerir síðustu atlöguna að léttþungavigtartitlinum

Glover Texeira er orðinn 38 ára gamall, en er ennþá á topp 5 í léttþungavigtinni sem segir sitt um þyngdarflokkinn. Hann hefur verið rotaður í tveimur af síðustu þremur bardögum sínum og það illa. Það er því nokkuð ljóst að ætli hann sér að vinna titilinn þá þarf það að gerast ekki seinna en núna. Það er þó hægara sagt en gert enda er andstæðingurinn Misha Cirkunov. Cirkunov tapaði gegn Volkan Oezdemir í maí en hafði fram að því unnir alla bardaga sína í UFC. Sigurvegarinn í þessari viðureign kemur sér í góða stöðu á meðan hinn þarf að bíða lengur eftir sínu tækifæri. Og í tilfelli Glover Texeira gæti þetta verið allra síðasti séns.

Fyrrum framtíðarstjörnur mætast

Þeir Erick Silva og Jordan Mein mætast í fyrsta bardaga kvöldsins. Fyrir nokkrum árum var talið að þessir tveir myndu vera meðal þeirra bestu í veltivigtinni en hvorugur hefur staðist væntingar. Jordan Mein er nú með þrjú töp í röð og Erick Silva hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Það er því að duga eða drepast fyrir báða þar sem sá sem tapar hér mun að öllum líkindum vera rekinn úr UFC. Þó báðir hafi átt erfitt undanfarið eru báðir samt alltaf skemmtilegir og ætti þetta að verða virkilega skemmtilegur bardagi.

Nokkrir áhugaverðir bardagar í viðbót

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast Ricardo Lamas og Josh Emmett. Ricardo Lamas er í 3. sæti á styrkleikalistanum í fjaðurvigtinni en hefur tapað gegn ríkjandi meistara, Max Holloway og Jose Aldo. Sigurvegarinn gæti mætt Brian Ortega eða Cub Swanson.

John Makdessi tekur á móti Abel Trujillo, sem Khabib Nurmagomedov tók niður 21 sinni í sama bardaganum!

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 21:30 á Fight Pass en aðalhluti bardakavköldsins hefst kl 01:00 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular