0

Mike Perry: Ponzinibbio bókstaflega að reyna að troða puttunum sínum í augu fólks

Mike Perry mætir Santiago Ponzinibbio annað kvöld á UFC bardagakvöldi í Kanada. Perry er meðvitaður um orðspor Ponzinibbio og augnpotin hans í síðasta bardaga.

Mike Perry horfði á síðasta bardaga Ponzinibbio þegar hann sigraði Gunnar Nelson í sumar.

„Hann vill kýla eins og grunnskólastelpa. Hann glennir út fingurna,“ sagði Perry og hermdi eftir með klórhreyfingum.

„Hann leit út fyrir að vera bókstaflega að reyna að troða puttunum sínum í augu fólks. Og svo reynir hann að troða hnúunum í augun. Ég fíla það, láttu reyna á það! Ef puttinn þinn ratar í kjaftinn minn gæti hann samt verið bitinn af.“

Perry segist einnig hafa reiknað með augnpotum á æfingum sínum en í þau skipti sem hann fékk putta í augað vildi hann halda áfram.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.