0

Santiago Ponzinibbio: Ég er heiðarlegur

Santiago Ponzinibbio kannast ennþá ekkert við að hafa potað í augu Gunnars í bardaga þeirra í sumar. Í viðtali í gær kveðst hann vera heiðarlegur og spila alltaf eftir reglunum.

Santiago Ponzinibbio mætir Mike Perry á laugardaginn. Þetta verður fyrsti bardagi Argentínumannsins eftir sigurinn umdeilda á Gunnari Nelson í júlí.

Fjölmiðladagurinn fór fram í gær og þar kannaðist Ponzinibbio ekkert við að hafa potað í augu Gunnars.

„Gunnar sagði ekkert í bardaganum. Ég er heiðarlegur. Ef hann hefði sagt eitthvað hefði ég stoppað,“ sagði Ponzinibbio.

Ponzinibbio segist alltaf spila eftir reglunum og í 14 bardögum í UFC hafi hann aldrei gert neitt ólöglegt.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply