Saturday, April 27, 2024
HomeForsíðaAndy Hug - Bláeygði samúræinn

Andy Hug – Bláeygði samúræinn

andyhug28Andreas Hug, oftast kallaður Andy Hug, fæddist árið 1964 í Swiss. Andy var einn besti kickboxari og Muay Thai keppandi sem uppi hefur verið. Margir ungir bardagaáhugamenn horfa á Andy sem fyrirmynd sína. Hann ólst upp án föður síns og hitti sjaldan móðir sína. Hann var alinn upp ásamt bræðrum sínum hjá afa sínum og ömmu.

Andy byrjaði að æfa fótbolta sex ára gamall og var valinn í unglingalandslið Swiss. Þegar hann varð ellefu ára byrjaði hann að æfa karate og þá var ekki aftur snúið.

Hann var sérstakur maður en hann ákvað fara upp á Minobu fjallið í Japan. Á fjallinu ætlaði hann að æfa í þrjú ár og rakaði aðra augabrúnina af sér til þess að fara ekki niður. Hann var þar í 14 mánuði en eftir að styrktaraðilar hættu að styrkja hann þá þurfti hann að yfirgefa fjallið. Nokkrum mánuðum seinna sigraði hann karate mót á landsvísu í Japan. Hann var ennþá niðurbrotinn að hafa ekki náð markmiðum sínum á fjallinu svo að hann fór aftur í einangrun í 18 mánuði á fjalli sem kallast Kiyosumi.

Í karate vann hann til margra verðlauna en það var ekki fyrr en árið 1996 þar sem stóra stundinn rann upp. Í fyrstu tveim bardögum sínum á K-1 Grand Prix sigraði hann með rothöggum. Í undanúrslitum mætti hann hollensku goðsögninni Ernesto Hoost og sigraði hann eftir dómaraúrskurð.

Í seinasta bardaganum fyrir K-1 Grand Prix beltið var á brattan að sækja hjá okkar manni en þar mætti hann Mike Bernardo. Swisslendingurinn hafði tapað tvisvar áður gegn honum en Andy var gríðarlega spenntur fyrir bardaganum og vildi sanna að hann væri betri bardagamaður. Andy sigraði með snúnings sparki í löppina á Bernardo. Eftir sigurinn tókst honum að komast tvisvar í úrslitin í K1 en tókst ekki að sigra aftur. Hann varð fyrsti maðurinn til þess að ná þessum árangri þangað til Semmy Schilts gerði það sama nokkrum árum seinna.

Þessi sérstaki heimsmeistari greindist með hvítblæði í ágúst 2000. Hann féll í dá og þá byrjuðu líffæri hans að gefa sig en hann lést aðeins 35 ára gamall þann 24 ágúst sama ár.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular