Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSvar við grein Vísis um UFC

Svar við grein Vísis um UFC

Vísir birti í gær grein um UFC undir yfirskriftinni „Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi“.

MMA fréttir er ekki sammála þeirri mynd sem greinarhöfundur dregur af íþróttinni og því birtum við hér þennan pistil. Pistillinn er einungis skoðun höfundar en endurspeglar þrátt fyrir það viðhorf síðunnar.

Machida-and-Munoz
Mark Munoz og Lyoto Machida fallast í faðma eftir bardaga þeirra í október.

Ofbeldi og íþrótt passa að mínu mati ekki í sömu setningu. Ég skilgreini ofbeldi þegar einhver er að níðast á einhverjum eða gera eitthvað á einhvers hlut. Þannig sé ég ekki hvernig ofbeldi og íþrótt geti passað saman.

Í upphafi UFC voru fáar reglur og átti að svala forvitni manna um hver væri besta bardagaíþróttin. Þar fór fram margt ansi skrítið eins og að kýla í pung og rífa í hár. UFC 1 er svo ólíkt núverandi mynd UFC að það er nánast ekki hægt að bera þetta saman, þetta er eins og tvær ólíkar íþróttir. Í dag eru reglurnar mun skýrari og vel haldið utan um að farið sé eftir þeim. John McCain talaði á sínum tíma um að þetta væri mennskt hanaat en hefur nú breytt um skoðun og hrósað UFC fyrir að breyta reglunum og fyrir að halda vel utan um þetta. Hann er nú á þeirri skoðun að þetta sé alvöru íþrótt.

Þó ég hafi fylgst vel með UFC í gegnum árin get ég ekki séð hvernig umdeildar ákvarðanir hafa sett svip sinn á UFC fyrstu 20 árin. Vissulega var íþróttin umdeild fyrstu fimm árin en reglurnar hafa ekki breyst mikið síðustu 15 árin. Að mínu mati hafa frábærir bardagar og áhugaverðir bardagamenn með sérstaka persónuleika sett svip sinn á fyrstu 20 árin en ekki umdeildar ákvarðanir.

Íþróttin er ekki fyrir alla og á sennilega alltaf eftir að vera umdeild meðal ákveðinna hópa. Þetta er þrátt fyrir allt ung íþrótt sem er þó bara búin að vera til í 20 ár og er rétt stigin yfir táningsárin sín. Það hræðir eflaust marga að sjá einstakling fá högg í sig á meðan hann er ófær um að verja sig en þá á líka dómarinn að stöðva bardagann. Dómarinn tilkynnir öllum bardagamönnum fyrir bardagann „protect yourself at all times“ og ef hann sér að bardagamaðurinn er ekki að gera það þá stoppar hann bardagann.

Oft gerist það að bardagamaður er kýldur niður í gólfið og þar fær hann 2-3 högg í sig í viðbót áður en dómarinn stöðvar bardagann. Bardagamaðurinn vill að sjálfssögðu sigra og því þarf hann að vera fullviss um að hann sigri andstæðing sinn og lætur þar af leiðandi 2-3 högg fylgja á andstæðinginn áður en dómarinn stöðvar bardagann. Í boxinu þá fá menn tíu sekúndur til að standa aftur upp ef þeir eru kýldir niður. Ég get ekki séð að það sé skárra að standa upp eftir að hafa verið kýldur niður og fá þá fleiri tugi högga í sig út bardagann heldur en að fá 2-3 högg í gólfinu áður en bardaginn er stöðvaður.

Í greininni er talað um UFC 167 og þá umdeildu dómaraákvörðun sem átti sér þar stað í aðal bardaga kvöldsins. Dómarar eru skipaðir af íþróttasamböndum fylkjanna og því hefur UFC enga stjórn á þeim og þeirra (oft á tíðum) undarlegu ákvörðunum.

Myndin sem fylgir fréttinni er ein blóðugastsa mynd sem ég hef séð í MMA og gefur upp mjög neikvæða mynd af íþróttinni. Þegar stórir skurðir koma upp í MMA bardögum er mjög vel fylgst með þeim og dómarinn kallar oft til lækni eða hornamann til að stöðva blóðstreymið. Að sjá svo mikið blóð í MMA bardaga eins og er á myndinni er sjaldgæft sem betur fer.

Í heildina dregur þessi grein upp ranga ímynd af íþróttinni. Þessi íþrótt hefur þróast mikið frá upphafi hennar og á eftir að halda áfram að stækka með tímanum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

9 COMMENTS

  1. Hvernig væri að bera saman meiðsli á milli íþrótta…. Er fullviss um að þar eru handbolti,fótbolti,hestaíþróttir(á heimsvísu) og klappstýrur ofar en mma……. Svo má ekki gleyma því að inni í búrinu er engin þvingaður til að vera!!!!! Valið um íþróttir er fyrir hvern og einn!!

  2. samála Arnari þarna eru menn sem eru búnir að helga líf sitt bardagíþróttum og þetta er stæðsta sviðið í mma ufc hefur gert frábæra hluti fyrir íþróttir sem feingu kanski ekki mikla umfjöllun hér áður fyrrr

  3. Það vita allir sem hafa eitthvað fylgst með MMA að það á ekkert skylt við ofbeldi. Þetta eru tveir íþróttamenn sem mætast í keppni. Það vill bara svo til að þetta er besta og skemmtilegasta íþrótt í heiminum.

  4. Er höfundur greinarinnar ekki að vísa aðallega til “pre- Zuffa era”? þar sem þeir notuðu ofbeldi óspart við markaðssetningu. Í þá daga var þetta ekki íþrótt og mma í raun ekki til, mjög undarleg grein sem bíður upp á misskilning hjá þeim sem lítið vita og halda að þetta sé ennþá svona. Illa skrifuð frétt af óupplýstum aðila.

  5. MMA, brasilískt jiu jitsu og fleiri bardagalistir eru fyrir hinn almenna iðkanda fyrst og fremst rækt fyrir líkama og sál, ásamt því að maður kynnist fullt af góðu fólki og fær kunnáttu og getu til að VERJA sig gegn ofbeldi.

  6. Held það sé einhver mislestur í gangi á grein minni á Vísi. Hún var alls ekki hugsuð sem einhverskonar “anti-UFC” grein. Ég er sjálfur mikill aðdáandi þessa sports. Hef horft á hvern einasta bardaga síðustu tvö ár og byggði greinina að stórum hluta á heimildamynd sem UFC gerði sjálft í tilefni af 20 ára afmælinu og ég hvet alla til að horfa á. Þar kemur skýrt fram að UFC gerði sjálft mikið úr “ofbeldisstimplinum” í upphafi, auglýsti að það væru engar reglur og að aðeins einn gengi úr hringnum, til að vekja athygli á UFC. Ég fjalla hins vegar ítarlega um þær miklu breytingar sem hafa orðið á UFC í þá átt að gera þetta að þeirri íþrótt sem MMA er í dag. Ég fæ alls ekki séð hvernig hægt sé að lesa neikvæðan boðskap um UFC úr því. Í viðtölunum við Dóra og Gunnar kemur líka fram að þeir byrjuðu að horfa á UFC þegar reglurnar voru öðruvísi en þeir báðir ítreka þær breytingar sem hafa orðið á íþróttinni. Það má samt ekki gleyma því að ef UFC hefði ekki verið svona gróft í upphafi hefði það líklega aldrei náð “í gegn” og orðið jafn vinsælt og það er í dag. Ég skil vel að menn séu á tánum í einhverri pólitík í umfjöllun um UFC en þessi grein var fyrst og fremst byggð á efni sem UFC hefur sjálft gefið frá sér og skrifuð af einlægum áhugamanni um íþróttina og að mér vitandi hefur sögulegt ágrip um UFC ekki birst hér á landi áður. kv. Símon

  7. Hér er viðtal við Gunnar sem birtist á MBL í kvöld: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/11/26/ekkert_ofbeldi_i_mma/
    Það þarf varla að taka frama að hvorki Gunnar né ég vorum ánægðir með þá mynd af sportingu sem var dreginn upp í greininni í Fréttablaðinu með glórulausum fyrirsögnum og myndavali. Maður hlýtur líka að velta fyrir sér af hverju svona mikið púður fer í að rekja fyrstu keppnirnar þegar nánast engar reglur voru og hver tilgangurinn sé með slíku. Þetta er bara allt annað sport í dag þó nafnið á keppninni sé það sama. UFC hefur haldið 253 keppnir á þessum 20 árum en fyrstu 5-10 fá mestu umfjöllunina í yfirferðinni sem svo endar einhvern veginn í engu. Ég fletti til að lesa restina af greininni en greip í tómt. En Gunnar svarar þessu vel á MBL í kvöld.

    Maður er alltaf að vonast til þess að fólk láti af fordómum sínum í garð bardagaíþrótta og sem betur fer eru þeir á undanhaldi. Með góðum vilja og aukinni fræðslu vinnst þetta vafalítið á endanum. Við höldum allavega ótrauðir áfram og troðum þá slóð sem þarf.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular