Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaEndurkoma Manny Pacquiao

Endurkoma Manny Pacquiao

Pacquiao vs Rios Poster

Það er lítið um að vera í MMA heiminum þessa helgi annað en Bellator en það er hins vegar stór bardagi í hnefaleikaheiminum. Á laugardagskvöldið berst Manny Pacquiao við Brandon Rios í Kína (Macau) og það er mikið í húfi. Pacquiao var fyrir stuttu talinn besti eða næst besti boxari í heimi, eftir því hvar menn staðsettu Floyd Mayweather. Það var mikið talað um að þeir tveir ættu að berjast en af ýmsum ástæðum náðust ekki samningar. Í dag er Mayweather enn ósigraður en Pacquiao hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum.

Pacquiao_Rios

Hann tapaði fyrst fyrir Timothy Bradley í bardaga sem flestum fannst hann vinna. Tapið hafði í raun lítil áhrif á hann og almenningsálitið breyttist nánast ekkert. Eftir það barðist hann í fjórða sinn við Mexíkanann Juan Manuel Marquez. Honum gekk vel í bardaganum þar til að hann gekk inn í hægri hendi sem slökkti á honum. Tapið vakti spurningar um hvort að ferill Pacquiao væri búinn því það er ekki sjálfgefið að koma til baka eftir svona áfall, sérstaklega af því að hann er að verða 35 ára í næsta mánuði sem er gamalt í hnefaleikum.

pac vs marquez

Á laugardagskvöldið mætir Pacquiao ungum (27) nagla og fyrrverandi WBA léttvigtarmeistara Brandon Rios. Rios hefur bara tapað einu sinni en það var í hans síðasta bardaga. Þá barðist hann í annað skiptið á móti Mike Alvarado sem hann rotaði árið 2012 í einum besta bardaga undanfarinna ára (hann er á Youtube). Hann tapaði öðrum bardaganum á stigum en fékk samt sem áður stóra tækifærið á móti Pacquiao. Af hverju? Af því að Rios er stríðsmaður, Mexíkani og er alltaf í skemmtilegum bardögum.

rios-alvarado

Rios er mjög hættulegur andstæðingur fyrir Pacquiao. Hann er ungur og hungraður og er tilbúinn að taka á sig tvö eða þrjú högg til að koma inn einu. Stíllinn er hins vegar eins og sniðinn  fyrir Pacquiao. Rios er eins og naut en Pacquiao er einn besti nautabaninn í bransanum. Hann er með hraðari hendur og frábæra vinkla. Hann er léttari á fæti og ætti að vera tæknilega betri. Rios mun hins vegar ekki gefa neitt eftir svo bardaginn mun segja okkur allt sem við þurfum að vita um hvort að Pacqiao sé búinn að vera eða ekki.

Ef þið hafið áhuga mæli ég með að þið horfið á þennan þátt af 24/7 en hann segir í raun allt sem segja þarf:

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular