spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Johnson ætlar aftur í búrið á næsta ári

Anthony Johnson ætlar aftur í búrið á næsta ári

Anthony Johnson annar frá vinstri.

Anthony Johnson ætlar að snúa aftur í búrið á næsta ári. Samkvæmt umboðsmanni hans stefnir hann á bardaga í mars.

Anthony ‘Rumble’ Johnson lagði hanskana á hilluna í apríl 2017 eftir tap gegn Daniel Cormier. Það var annar titilbardagi hans í léttþungavigt en í bæði skiptin tapaði hann fyrir Cormier.

Nú ætlar hann að fara aftur að keppa í MMA en í þetta sinn verður það í þungavigt. Johnson byrjaði ferilinn sinn í veltivigt en er nú kominn alla leið í þungavigt.

Johnson mun aftur gangast undir lyfjapróf USADA en hann þarf að vera tekinn í lyfjapróf í 6 mánuði (og standast öll próf) þar til hann má keppa aftur.

Johnson hefur greinilega eytt miklum tíma í lyftingarsalnum síðan hann hætti enda er hann orðinn risastór. Johnson hætti upphaflega í MMA þar sem hann vildi einbeita sér að öðrum verkefnum en hann fór í CBD bransann. Þá hefur hann verið að vinna með Bare Knuckle Fighting Championship.

Johnson er orðinn 35 ára gamall og vill hann fá topp 10 andstæðing þegar hann snýr aftur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular