0

Anthony ‘Rumble’ Johnson orðinn risastór

Anthony ‘Rumble’ Johnson lagði hanskana á hilluna í fyrra en hefur greinilega fundið sér nýtt áhugamál. Kappinn virðist vera duglegur að lyfta og er orðinn aðeins stærri en þegar hann var í veltivigt á sínum tíma.

Þegar Anthony Johnson kom fyrst í UFC var hann í veltivigt. Niðurskurðurinn var gríðarlega erfiður og mistókst honum nokkrum sinnum að ná vigt. Hann kom síðar aftur inn í UFC eftir að hafa verið rekinn með skömm og þá í léttþungavigt þar sem hann átti sín bestu ár.

Eftir tap fyrir Daniel Cormier í apríl í fyrra ákvað Johnson að hætta 33 ára gamall. Nú er hann greinilega á fullu í lyftingasalnum eins og neðangreindar myndir sýna. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að þessi maður hafi eitt sinn verið í 77 kg veltivigt!

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.