Anthony Johnson ákvað óvænt að hætta í gær eftir tapið gegn Daniel Cormier. Johnson fékk starfstilboð sem hann gat ekki hafnað og tengist ekkert MMA.
Johnson tilkynnti þetta fyrst í viðtalinu eftir bardagann. Aðeins þjálfarar hans, vinir og fjölskyldu vissu að þetta yrði síðasti bardaginn á ferlinum en enginn hjá UFC hafði hugmynd um þetta
Á blaðamannafundinum eftir bardagann fór hann nánar í ástæðurnar á bakvið ákvörðun sinni. „Mig langar að gera eitthvað annað en að æfa á hverjum degi, kýla og sparka og rúlla á gólfinu með öðrum gaur. Það verður fljótt þreytt,“ sagði Johnson
„Ég er búinn að vera að gera þetta svo lengi. Ég hef verið í íþróttum síðan ég var 8 ára. Það er tímabært að halda áfram með líf mitt og gera eitthvað annað. Ekki endilega betra, bara eitthvað öðruvísi.“
Johnson vildi ekki tilgreina nánar hvers konar starf væri að ræða en sagði þetta vera of gott tækifæri til að sleppa. Johnson mun greina frá þessu þegar hann er tilbúinn og verður áhugavert að heyra hver nýi starfsvettvangurinn verði.
Allan blaðamannafundinn með Anthony Johnson má sjá hér að neðan.