Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Joshua sigraði Andy Ruiz eftir dómaraákvörðun

Anthony Joshua sigraði Andy Ruiz eftir dómaraákvörðun

Þeir Anthony Joshua og Andy Ruiz Jr. mættust öðru sinni fyrr í kvöld. Bardaginn fór allar 12 loturnar og sigraði Joshua eftir dómaraákvörðun.

Fyrri bardagi Ruiz og Joshua fór fram í sumar þar sem Ruiz sigraði mjög óvænt með rothöggi. Enduratið fór fram í Sádi Arabíu í kvöld en líkt og í fyrri bardaganum var Joshua sigurstranlegri.

Anthony Joshua var agaður í kvöld. Hann notaði fótavinnuna til að halda sér frá Ruiz og notaði stunguna mikið. Joshua útboxaði Ruiz yfir loturnar 12.

Joshua gerði ekki sömu mistök og í síðasta bardaga þeirra og skiptist ekki á höggum við Ruiz. Joshua gaf Ruiz fá tækifæri á að koma höggum á sig.

„Þetta snýst um box. Ég er vanur því að rota menn en síðast var ég rotaður á leið inn. Ég hrósaði honum fyrir það. En ég leiðrétti mistökin og snéri aftur. Ég virði Andy og fjölskyldu hans gríðarlega mikið. Ég vildi bara vera með meistarakennslu í boxi og sýna fræðin í sportinu. Þetta snýst um að hitta og fá ekki högg í sig,“ sagði Joshua í hringnum eftir bardagann.

Ruiz var augljóslega svekktur eftir bardagann. Ruiz var 15 pundum þyngri í vigtuninni í gær heldur en í fyrri bardaganum og sagðist hafa verið of þungur núna. „Þetta var kvöldið hans. Ég undirbjó mig ekki eins og ég hefði átt að gera. Ég þyngdist of mikið en ég vil ekki vera með neinar afsakanir. Hann vann, hann boxaði mig sundur og saman. En ef við berjumst í þriðja sinn mun ég koma inn í besta formi lífs míns,“ sagði Ruiz í viðtalinu í hringnum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular