spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAprílgöbb í MMA heiminum

Aprílgöbb í MMA heiminum

Mörg aprílgöbb hafa litið dagsins ljós í dag í tilefni þess að í dag er 1. apríl. Markmiðið er að láta fólk hlaupa apríl, þ.e. gabba fólk til að fara í erindisleysu, en mörg göbbin snúast einfaldlega um að ljúga. Hér koma nokkur aprílgöbb úr MMA heiminum.

Mixedmartialarts.com hélt því fram að Gina Carano hefði samið við UFC og myndi berjast við Rondu Rousey á UFC 175. Bardaginn væri gríðarlega ósanngjarn þar sem Carano hefur ekki barist í 5 ár á meðan Ronda Rousey virðist vera á toppi ferils síns. Einnig kom það fram í fréttinni að þær myndu einnig berjast í svo kölluðum “bikini jello MMA” bardaga.

josh barnett
Josh Barnett

UFC þungavigtarmaðurinn Josh Barnett tilkynnti á Twitter í dag að hann ætlaði að færa sig niður í léttþungavigtina (205 punda flokkinn). Barnett hefur alla tíð barist í þungavigt og þykir stór þungavigtarmaður. Hann er þrátt fyrir það langt frá því að vera “íþróttamannslega vaxinn” og hefur þessi hugmynd komið upp á borð áður hjá MMA aðdáendum.

Greg Jackson sagðist vera hættur að þjálfa. Ástæðuna sagði hann að hann vildi eyða meiri tíma með fjölskyldunni þar sem hann ferðast gríðarlega mikið vegna starfs síns. Það er svo sem skiljanlegt að hann myndi vilja eyða tíma með fjölskyldu sinni en það kæmi verulega á óvart ef hann myndi tilkynna slíka ákvörðun 1. apríl.

Mjölnir tilkynnti í morgun að hver sem er gæti mætt og fengið að glíma við Gunnar Nelson milli kl 19 og 21 fyrr í kvöld. Fréttina má lesa hér. Nokkrir skráðu sig til leiks en fleiri hringdu til að forvitnast um þetta.

Það er erfitt að taka mark á mörgum fréttum sem birtast í dag en það sem við vitum að sé satt er að Dan Henderson og Daniel Cormier eru líklegast að fara að mætast í júlí, það er ekki aprílgabb.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular