spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁrið gert upp: Haraldur Dean Nelson (Mjölnir)

Árið gert upp: Haraldur Dean Nelson (Mjölnir)

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Árið 2014 var skemmtilegt ár í bardagaíþróttum bæði hér heima og erlendis. Við fengum aðila frá helstu bardagaklúbbum á Íslandi til að gera upp árið 2014. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, gerir upp árið.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í MMA á heimsvísu?

Á heimsvísu er það vafalítið hversu gríðarleg aukning hefur orðið á vinsældum MMA auðvitað ekki bara á þessu ári heldur á síðustu árum en þó aldrei sem núna 2014. Sportið er hætt að vera svona hliðarsport og er orðið ein af stóru íþróttunum víðast hvar erlendis. MMA hefur náð meiri vinsældum en nokkur önnur bardagaíþrótt nokkurn tíman, þar með talið hnefaleikar. UFC ber auðvitað höfuð og herðar yfir önnur MMA sambönd enn sem komið er og þar er af nógu að taka árið 2014 með hátt í fimmtíu keppnum.

Samningurinn við Rebook er athyglisverður en hann kemur auðvitað ekki til framkvæmda fyrr en um mitt árið en þá verður fróðlegt að sjá hver áhrifin verða af honum. Vöxturinn í Evrópu hefur verið gríðarlegur og ótrúlega gaman að taka þátt í því. Í mínum huga stendur keppnin í Dublin á Írlandi þar hæst. Stemningin var með ólíkindum. Ég hef horft á Liverpool spila til sigurs á Anfield og Barcelona tryggja sér Spánarmeistaratitil á Camp Nou. Þetta voru eins og jarðarfarir miðað við stemninguna í O2 í Dublin. Það er svo sannarlega spennandi að sjá hvernig árið 2015 verður í MMA heiminum.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í bardagaíþróttum á Íslandi?

Að hluta til það sama og á heimsvísu, þ.e. gríðarlega aukinn áhugi almennings á MMA og viðhorfsbreyting í garð íþróttarinnar, toppaður með því að almenningur valdi Gunnar Nelson íþróttamann ársins á stærsta fréttavef landsins og hann jafnframt með mest lesnu íþróttafréttirnar (fimm af topp tíu þar af öll þrjú efstu sætin) þar þrátt fyrir t.d. frábært gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Að mínu mati er það mun meiri heiður en titill lokaðrar klíku sem bindur sig við ákveðnar íþróttagreinar. Stærsti viðburðurinn er án nokkurs vafa þegar Gunnar bar uppi UFC keppni í Svíþjóð. Þetta var gríðarlegur heiður fyrir hann og það starf sem er unnið á Íslandi og í Mjölni í blönduðum bardagaíþróttum. Þá má nefna metþátttöku á Íslandsmeistaramótinu í BJJ (Brasilísku Jiu-Jitsu) þar sem keppendur voru vel yfir hundrað og t.d. um tvöfalt fleiri en á ÍM í júdó og íslenskri glímu til samans, svona til viðmiðunar við aðrar glímuíþróttir hér á landi.

Hvernig var árið hjá ykkur?

Árið hefur verið magnað og ævintýrið heldur áfram. Hæst ber auðvitað að okkar maður í UFC barðist á þremur UFC kortum á árinu, fyrst í London, svo í Dublin og loks að í aðalbardaga kvöldsins í UFC í Stokkhólmi. Að allir írsku keppendurnir á UFC í Dublin skyldu kjósa að koma til Íslands og undirbúa sig undir keppnina var einstakt og mikill heiður fyrir okkur í Mjölni. Það má segja að við höfum líka verið þar bæði með main og co-main event og toppurinn var auðvitað að þeir skyldu allir sigra sína bardaga. Frábær árangur keppnisliðs Mjölnis í MMA og beltin streyma inn. Þá hefur okkar fólk unnið marga glæsilega sigra í BJJ bæði á mótum erlendis og hér heima, t.d. átta Íslandsmeistaratitla á stærsta ÍM í BJJ hingað til.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular