spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 182

Spá MMA Frétta fyrir UFC 182

Eins og vanalega fyrir stór bardagakvöld birta pennar MMA Frétta spá sína. Á því er engin undantekning nú en hér er spá okkar fyrir UFC 182.

jones_cormier vigtun

Jon Jones vs. Daniel Cormier

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Jones sé of góður og of góður í að nota reachið sitt fyrir Cormier. Hann mun sparka Cormier sundur og saman með löngum útlimum sínum og passa það að Cormier komist ekki nálægt honum. Ég velti því einnig fyrir mér hvort Cormier sé með plan B ef honum tekst ekki að ná Jones niður? Jon Jones tekur þetta á decision.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég held með Cormier en verð að gefa Jones þetta. Efast um að Cormier sé nógu snöggur til að ná Jones niður. Þetta verður TKO sigur hjá Jones í þriðju eða fjórðu lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég held að við séum að fá nýjan meistara. DC tekur þetta á yfirburða glímu og stjórnun. Sigur á stigum.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Held að það væri mjög skemmtilegt fyrir UFC og aðdáendur að DC myndi taka þetta og við myndum fá 3 svona bardaga 2015. Hins vegar þá hef ég áður vanmetið Jon Jones og ætla ekki að gera það aftur. Jon Jones mun nota yfirburða faðmlengdina sína og halda DC í fjarlægð og vinna öruggan sigur á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hef mikla trú á að Cormier geti gert Jones lífið leitt ef honum tekst að loka bilinu á milli þeirra. En það er stórt ef. Líklegast þykir mér að Jones haldi fjarlægð og taki þetta á faðmlengdinni. En hjartað segir Cormier.

Brynjar Hafsteinsson: Jones notar lengdina og heldur Cormier frá sér. Cormier þarf að komast inn og fá Jones með bakið í búrið. Jones slær hann niður í þriðju lotu og klárar hann á gólfinu.

Oddur Freyr: Ég verð að giska á Jones. Hann hefur bara sýnt alltof mikla yfirburði gegn frábærum bardagamönnum til að ég geti spáð Cormier sigri. Ég er samt viss um að Cormier geri honum erfitt fyrir, sérstaklega í glímunni. Ég myndi giska á að Jones nái ekki að klára Cormier og við fáum early contender í bardaga ársins. En Jones tekur þetta í dómaraúrskurði.

Jones: Pétur, Eiríkur, Sigurjón, Brynjar, Oddur.
Cormier: Óskar, Guttormur.

cerrone-vs-jury

Donald Cerrone vs. Myles Jury

Pétur Marinó Jónsson: Það er alltaf gaman að sjá Cerrone og eru allir bardagar hans skemmtilegir. Eins og vanalega byrjar Cerrone rólega en í 2. lotu vankar hann Jury (jafnvel eftir skrokkhögg) og klárar hann svo í gólfinu með submission.

Eiríkur Níels Níelsson: Donald Cerrone er með þetta og sigrar annað hvort í fyrstu lotu með TKO eða þá að Jury þrauki storminn og Cerrone sigar á dómaraúrskurði.

Óskar Örn Árnason: Cerrone sigrar Jury, TKO í lotu 2 eða 3. Jury mun ógna en Cowboy sparkar hann niður.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Enn og aftur fær Donald Cerrone að komast í færi við titilbardaga, held að núna muni þetta falla með honum og hann mun taka þetta á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Cerrone vs. Jury er mjög skemmtilegur bardagi. Jury hefur bætt sig gríðarlega en þó held ég að Cerrone sé of stór munnbiti fyrir Jury á þessu stigi. Cerrone sigrar með TKO eftir spark.

Brynjar Hafsteinsson: Jury er gríðarlega vanmetin en ég held að Cerrone nái að sigra á stigum. Mjög close bardagi.

Oddur Freyr: Myles Jury á eftir að byrja betur gegn Cerrone og jafnvel taka fyrstu lotu. En reynslan og færnin hjá Cerrone á eftir að skila honum sigri. Annað hvort klárar hann Jury í þriðju lotu eða vinnur á dómaraúrskurði.

Cerrone: Pétur, Eiríkur, Óskar, Sigurjón, Guttormur, Brynjar, Oddur.
Jury: 

lombard-vs-burkman

Hector Lombard vs. Josh Burkman

Pétur Marinó Jónsson: Ég veit ekki hvað Burkman gerði til að eiga skilið að berjast við Lombard, einn af þeim bardagamönnum sem ég er alltaf smá hræddur við. Lombard á eftir að rota Burkman í fyrstu lotu, Lombard via murder.

Eiríkur Níels Níelsson: Lombard tekur þetta með rothöggi í fyrstu lotu. Væri hissa ef Burkman þrauki fyrstu lotuna.

Óskar Örn Árnason: Burkman er seigur en mun sennilega reyna að standa með Lombard sem verða dýrkeypt mistök. Lombard sigrar, rothögg í 1. eða 2. lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ég hálf vorkenni Josh Burkman að fá þennan bardaga sem fyrsta bardaga í endurkomu sinni í UFC. Held að þetta muni enda fljótt og Hector Lombard muni vinna á svakalega KO í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég er hálf hissa á að Lombard sé að mæta Burkman. Sá síðarnefndi er að keppa í fyrsta sinn í UFC í nokkur ár og hefur ekki sigrað neina alvöru andstæðinga, að undanskildum Jon Fitch. Lombard sigrar þennan bardaga örugglega.

Brynjar Hafsteinsson: Hector mun sveifla hægri hendinni og verða svo þreyttur en ná að sigra á stigum. Þetta er þó andstæðingur sem margir telja að hann eigi að rota strax en Burkman er engin ræfill.

Oddur Freyr: Ég held að Burkman eigi ekki séns í Hector Lombard. Lombard verður sá fyrsti til að rota Burkman og gerir það í fyrstu lotu.

Lombard: Pétur, Eiríkur, Óskar, Sigurjón, Guttormur, Brynjar, Oddur.
Burkman:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular