spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentArnold Allen: Er með heila núna

Arnold Allen: Er með heila núna

Arnold Allen mætir Makwan Amirkhani í kvöld. Við spjölluðum við Allen sem er einn af þeim efnilegustu frá Bretlandi um þessar mundir.

Allen er hluti af nýrri kynslóð breskra bardagamanna sem eru að koma upp núna. Í kvöld berst einnig Tom Breese en hann er líka hluti af þessaru nýju kynslóð.

Allen er 23 ára og berst sinn þriðja bardaga í UFC í kvöld. Bardaginn hans gegn Amirkhani er fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins.

Allen æfir núna hjá Tristar í Kanada og hefur hann tekið miklum framförum þar.

„Ég er með heila núna. Ég er ekki bara að kýla á fullu og sé hvað gerist. Ég er með plan, ég er með lið af úrræðagóðum mönnum á bakvið mig, ég er með leikáætlun. Firas [Zahabi, yfirþjálfari Tristar] er einn af klárustu gæjum sem ég hef æft með. Hann er frábær, hann greinir bardagann mjög vel og það er frábært að hafa hann með sér,“ segir Allen.

Allen hefur verið hjá Tristar í eitt og hálft ár og verður gaman að sjá bætingarnar hjá honum í kvöld. Í kvöld mætir Allen hinum finnska Makwan Amirkhani sem hefur æft hjá John Kavanagh undanfarið ár.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular