spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAron Leó kominn áfram á EM

Aron Leó kominn áfram á EM

Aron Leó Jóhannsson bar sigur úr býtum í sínum fyrsta bardaga á Evrópumeistaramótinu í MMA í dag. Aron er kominn áfram í 8-manna úrslit.

Evrópumeistaramótið í MMA fer fram á Ítalíu um þessar mundir. Aron Leó úr Reykjavík MMA er eini Íslendingurinn sem keppir á mótinu en hann keppir í -84 kg millivigt.

Fyrsti keppnisdagur var á þriðjudaginn og sat Aron hjá í fyrstu umferð. Hann mætti Jack Heycock frá Wales í dag (miðvikudag) og var ekki í neinum vandræðum. Heycock reyndi ítrekað að ná Aroni niður en Aron var betri glímumaðurinn og komst sjálfur ofan á í gólfinu í öllum lotum. Þar var Heycock aldrei líklegur til að sleppa og vann Aron allar þrjár loturnar mjög örugglega.

Aron er því kominn í 8-manna úrslit en þar mætir hann Brajan Przysiwek frá Póllandi. Brajan sigraði Tomas Figueira frá Portúgal eftir klofna dómaraákvörðun fyrr í dag.

Aron kemur lítið skaddaður úr viðureign dagsins og ætti að vera nokkuð ferskur fyrir bardagann á fimmtudaginn. Hægt er að horfa á mótið á IMMAF.TV en streymið á mótið kostar 9,99 evrur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular