Wednesday, May 8, 2024
HomeInnlentAron Leó eini Íslendingurinn á EM í MMA

Aron Leó eini Íslendingurinn á EM í MMA

Evrópumeistaramótið í MMA fer fram á Ítalíu í vikunni. Aron Leó Jóhannsson er eini Íslendingurinn sem keppir á mótinu í ár.

IMMAF (International MMA Federation) heldur mótið en 267 keppendur eru skráðir til leiks. Keppt er bæði í junior flokki (18-21 árs) og fullorðinna (18 ára og eldri). Mótið er fámennara en oft áður þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótið er einungis fyrir keppendur frá Evrópu en hingað til hafa álfumótin verið opin öllum þjóðum. Þá var Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vikið úr sambandinu fyrr á þessu ári vegna stríðsins í Úkraínu en Rússar hafa átt stór lið á mótinu sem sópað hafa til sín verðlaunum.

Aron Leó frá Reykjavík MMA keppir í millivigt (-84 kg) á mótinu. Hann situr hjá í fyrstu umferð í dag (þriðjudag) og keppir því sinn fyrsta bardaga á miðvikudag. Aron (3-1) mætir Jack Haycock (1-2 samkvæmt Tapology) frá Wales en Haycock sat einnig hjá í dag. Ef Aron kemst alla leið gæti hann þurft að berjast fjóra bardaga á jafn mörgum dögum.

Með honum í för er Bjarki Þór Pálsson en Bjarki varð einmitt Evrópumeistari 2015 þar sem hann vann 5 bardaga á 4 dögum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular