Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlent2 sigrar og 2 töp á Golden Ticket

2 sigrar og 2 töp á Golden Ticket

Fjórir bardagamenn frá Mjölni börðust á Golden Ticket bardagakvöldinu á laugardaginn. Niðurstaðan tveir sigrar og tvö töp.

Bardagakvöldið fór fram í Wolverhampton á Englandi og voru bardagar Mjölnismanna allt áhugamannabardagar.

Fyrstur af Mjölnismönnunum var Viktor Gunnarsson. Viktor (1-1 fyrir bardagann) mætti Michael Jones (2-1 fyrir bardagann) í 61 kg bantamvigt. Viktor var fljótur að koma þessu í gólfið og þar náði hann „guillotine” hengingu í lok 1. lotu. Flottur sigur hjá Viktori en hann tók sinn fyrsta MMA bardaga í október 2021 eftir að hafa byrjað í barnastarfi Mjölnis.

Næstur var Aron Franz Bergmann Kristjánsson (1-3 fyrir bardagann) en hann mætti Scott Wells (3-3 fyrir bardagann) í 66 kg fjaðurvigt. Aron var örfljótur að þessu og kláraði bardagann með „rear naked choke” eftir um það bil mínútu. Frábærlega gert hjá Aroni en hann hefur núna unnið tvo bardaga í röð eftir að hafa tapað fyrstu þremur bardögum sínum. Aron hefur tekið fimm bardaga á 14 mánuðum og eru sigrarnir farnir að koma núna.

Julius Bernsdorf (2-3 fyrir bardagann) var næstur en hann mætti Tyler Adams (0-1 fyrir bardagann) í léttþungavigt. Bardaginn var stuttur en fjörugur þar sem báðir lentu ágætis höggum. Julius fékk nokkur góð lágspörk í sig en lenti sjálfur góðum beinum höggum. Það var mikill hraði í 1. lotu en í lok lotunnar lenti Adams góðu upphöggi sem felldi Julius og kláraði Adams með höggum í gólfinu.

Síðastur var Venet Banushi en hann mætti Wez Tully í 70 kg léttvigt. Líkt og hjá Julius var lotan nokkuð hröð og lentu báðir fínum höggum. Tully slippaði stungu Venet og kom yfir með hægri krók sem felldi Venet. Venet reyndi að standa upp en Tully fylgdi því vel eftir með höggum. Þrátt fyrir góða tilraun Venet til að komast undan steig dómarinn inn og stöðvaði bardagann í 1. lotu. Þetta var fyrsta tap Venet (3-1) en Wez Tully er 6-2 eftir sigurinn.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular