0

4 bardagamenn frá Mjölni berjast í kvöld

Fjórir bardagamenn frá Mjölni keppa í MMA á Golden Ticket 20 bardagakvöldinu í Wolverhampton á Englandi núna á laugardaginn, 3. september. Allir keppa þeir áhugamannabardaga.

Venet Banushi mætir Wes Tully í léttivigt. Venet er 3-0 sem áhugamaður en hann kláraði sinn síðasta bardaga með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Tully barðist um léttvigtartitil Golden Ticket fyrr á árinu og mun Venet að öllum líkindum fá titilbardaga með sigri. Wez Tully er 5-2 sem áhugamaður og má búast við hörku bardaga.

Aron Franz Bergmann mætir Scott Wells í fjaðurvigt. Aron barðist líka á síðasta bardagakvöldi Golden Ticket þar sem hann nældi sér í sinn fyrsta sigur. Aron er 1-3 sem áhugamaður en Wells 3-3.

Viktor Gunnarsson mætir Michael Jones í bantamvigt. Þetta verður þriðji bardagi Viktors (1-1) á ferlinum en fjórði hjá Michael Jones (2-1). Jones hefur áður mætt Íslendingi en hann tapaði fyrir Sigursteini Óla Ingólfssyni árið 2019.

Síðast en ekki síst mætir Julius Bernsdorf (2-3) Tyler Adams (0-1) í léttþungavigt. Julius barðist á síðasta bardagakvöldi Golden Ticket sem var hans fyrsti bardagi í þrjú ár. Þar mátti Julius sætta sig við tap í titilbardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga.

Hinn 17 ára Björgvin Snær átti að berjast sinn fyrsta MMA bardaga en ekkert verður af bardaganum. Björgvin átti að mæta Kenny Le (2-0) í léttvigt. Le tók bardagann með rúmlega tveggja vikna fyrirvara en var hins vegar rúm 74,6 kg í vigtuninni fyrir 70 kg léttvigtarbardagann og gat ekki létt sig meira. Bardaginn var því blásinn af í gær og fær Björgvin ekki bardaga.

Eins og áður segir fara bardagarnir fram á Englandi á laugardaginn og hægt er að kaupa beint streymi á keppnina á Live MMA hér. Fyrsti bardagi hefst kl. 16:45 en uppröðun bardaga má sjá á myndunum hér að neðan. Aðalbardagi kvöldsins er bardagi James Dixon og Milan Silva.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.