0

Aron Leó úr leik á EM

Aron Leó Jóhannesson er úr leik á Evrópumeistaramótinu í MMA. Aron tapaði í dag eftir dómaraákvörðun.

Evrópumeistaramótið í MMA fer fram á Ítalíu um þessar mundir. Aron Leó var eini Íslendingurinn sem keppti á mótinu.

Aron Leó úr Reykjavík MMA mætti Brajan Przysiwek frá Póllandi í 8-manna úrslitum. Aron sigraði Jack Heycock frá Wales í gær og Brajan sigraði Tomas Figueira frá Portúgal einnig í gær.

Brajan sparkaði ítrekað í fremri fót Arons í bardaganum og virtist það fara að há Aroni í 2. lotu. Brajan hitti meira standandi og reyndi fellur en Aron náði að verjast öllum fellum þar til hann var tekinn niður í 3. lotu.

Aron átti góðan kafla seint í 2. lotu þar sem hann lenti góðum höggum og mögulega vankaði Brajan en sá pólski „clinchaði“ á réttum tímapunkti. Brajan virtist alltaf vera skrefi á undan Aroni í standandi viðureign og hitti einfaldlega oftar þrátt fyrir pressu frá Aroni.

Brajan sigraði því eftir einróma dómaraákvörðun (30-27 hjá tveimur dómurum og 29-28 hjá þriðja dómara) og er kominn áfram í undanúrslit. Þar mun Brajan mæta Kristjan Toniste frá Eistlandi en Aron er úr leik.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.