spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAron Leó úr leik á EM

Aron Leó úr leik á EM

Aron Leó Jóhannesson er úr leik á Evrópumeistaramótinu í MMA. Aron tapaði í dag eftir dómaraákvörðun.

Evrópumeistaramótið í MMA fer fram á Ítalíu um þessar mundir. Aron Leó var eini Íslendingurinn sem keppti á mótinu.

Aron Leó úr Reykjavík MMA mætti Brajan Przysiwek frá Póllandi í 8-manna úrslitum. Aron sigraði Jack Heycock frá Wales í gær og Brajan sigraði Tomas Figueira frá Portúgal einnig í gær.

Brajan sparkaði ítrekað í fremri fót Arons í bardaganum og virtist það fara að há Aroni í 2. lotu. Brajan hitti meira standandi og reyndi fellur en Aron náði að verjast öllum fellum þar til hann var tekinn niður í 3. lotu.

Aron átti góðan kafla seint í 2. lotu þar sem hann lenti góðum höggum og mögulega vankaði Brajan en sá pólski „clinchaði“ á réttum tímapunkti. Brajan virtist alltaf vera skrefi á undan Aroni í standandi viðureign og hitti einfaldlega oftar þrátt fyrir pressu frá Aroni.

Brajan sigraði því eftir einróma dómaraákvörðun (30-27 hjá tveimur dómurum og 29-28 hjá þriðja dómara) og er kominn áfram í undanúrslit. Þar mun Brajan mæta Kristjan Toniste frá Eistlandi en Aron er úr leik.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular