spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAron og Venet berjast í Birmingham á sunnudaginn

Aron og Venet berjast í Birmingham á sunnudaginn

Tveir bardagamenn frá Mjölni berjast á sunnudaginn áhugamannabardaga í MMA. Bardagarnir fara fram á Golden Ticket bardagakvöldinu í Birmingham.

MMA senan í Bretlandi er hægt og rólega að fara aftur af stað síðan kórónuveiran skall á. Golden Ticket er komið aftur af stað eftir hlé og halda þeir sitt þriðja bardagakvöld á árinu nú um helgina. Ísland hefur áður átt fulltrúa á bardagakvöldum þeirra en þeir Venet Banushi og Sigursteinn Óli Ingólfsson unnu sína bardaga þar í desember 2019.

Núna um helgina munu þeir Aron Franz Kristjánsson (0-2) og fyrrnefndur Venet (1-0) berjast á kvöldinu. Aron Franz hefur verið duglegur að berjast á þessu ári en hann tók sinn fyrsta MMA bardaga í júlí á þessu ári. Hann skellti sér síðan á HM ungmenna (18-21 árs) í haust og mátti þola tap þar í fyrstu umferð en hefur unnið báða boxbardaga sína á þessu ári. Hann er því staðráðinn í að klára þetta ár með sínum fyrsta sigri í MMA.

Aron mætir Mateusz Mazurowski (0-1) en hann er líka að leita að sínum fyrsta sigri í MMA. Bardaginn fer fram í léttvigt en Aron berst að öllu jöfnu í fjaðurvigt en stökk á þetta tækifæri með um það bil þriggja vikna fyrirvara. Mazurowski kemur frá Renegade MMA en þar æfa margir sterkir bardagamenn á borð við Leon Edwards, Tom Breese, Fabian Edwards, Jai Herbert og fleiri öflugir bardagamenn frá Bretlandi.

Venet Banushi (1-0) vann sinn fyrsta MMA bardaga gegn CJ Ward hjá Golden Ticket fyrir tveimur árum síðan. Hann mætir Koyar Kurdy í léttvigt og ætti þetta að verða hörku bardagi. Venet er öflugur standandi og mun leitast eftir að ná rothögginu í standandi viðureign.

Bardagarnir verða í streymi í beinni hér en streymið kostar 10 pund (1.700 ISK). Fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl. 17:00 á íslenskum tíma. Minnum á að bardagakvöldið fer fram á sunnudaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular