spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAron sigraði með einróma dómara ákvörðun

Aron sigraði með einróma dómara ákvörðun

Aron Franz átti frábæran bardaga þegar hann sigraði Rafal Barnus á Golden Ticket 24 í gær. Aron Franz mætti vel undirbúinn í bardagann og sást mjög greinilega að hann hafði bætt sig mikið eftir tapið gegn Cheikh Mane.

Walk in lag: Bad to the Bone

Aron sagði fyrir bardagann að honum fyndist Rafal vera villtur og að planið væri að láta hann kýla loftið, sem er einmitt það sem hann gerði. Aron byrjaði bardagann með sjálfsöryggið uppmálað og gerði vel í að færa sig frá höggunum hans Rafal og valdi tímasetningarnar sínar vel þegar hann sló á móti.

Aron nær Rafal í gólfið þegar ein mínúta er liðin af 1.lotu og heldur honum í body triangle nær allan tíma á meðan hann rúllar með Rafal sem gerir ýmislegt til að sleppa, en allt án árangurs. Aron leitaði eftir uppgjafartaki á gólfinu, en tókst ekki að finna það.

Önnur lota var jafnari. Rafal nær að hitta Aron Franz mun betur á fyrstu mínútu lotunnar en hann gerði í fyrri lotunni. Aron hélt áfram að treysta á tímasetningar og lendir betri höggum. Rafal reif Aron niður í gólfið þegar 1:20 voru eftir af lotunni og fékk að vinna í guardinu hans Arons. Aron hélt góðum overhook á vinnstri hliðinni sem varð til þess að Rafal tókst ekki að gera mikið í dominerandi stöðu. Aroni tekst svo að snúa stöðunni við með þvi að standa upp og skella Rafal í gólfið og endar í guardinu hans með 0:25 eftir á klukkunni og þar endar lotan.

Þriðja lota byrjar alveg eins og þær fyrri. Rafal slær frekar villt og leitar í leg kicks og Aron færir sig frá og svarar með counter hægri. Aron reynir highkick sem að rafal grípur. Aron snýr sér til að sækja fótinn sinn til baka og endar í mjög lágri stöðu – Rafal pressar, en Aron er fljótur að hugsa að skýtur í single leg og nær bardaganum í gólfið og endar í dominerandi stöðu. Aron gerir vel í að vera virkur og láta finna fyrir sér. Rafal tekst að standa upp og ákveður að skilja allt eftir í búrinu! Villt högg, kraftur og eldhúsvaskurinn kemur flúgandi í áttina að Aroni sem gerir vel í að færa sig frá eins og hann var búinn að gera allan bardagann.

Niðurstaðan var einróma dómara ákvörðun til Arons sem átti hrikalega gott kvöld í búrinu. Aron sýndi mjög flotta takta í bardaganum og það var mjög greinilegt að hann hafði lært mikið á tapinu gegn Cheikh Mane. Aron virkaði mun ferskari en andstæðingurinn sinn eftir bardagan sem stóð másandi og blásandi í horninu sínu á meðan Aron steig létt dansspor á móti honum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular