Monday, May 20, 2024
HomeErlentPaddy Pimblett telur engan sigur í boði gegn Tony Ferguson (UFC 296)

Paddy Pimblett telur engan sigur í boði gegn Tony Ferguson (UFC 296)

Tony Ferguson og Paddy “The Baddy” Pimblett mætast næstu helgi á UFC 296, þar sem Leon Edwards og Colby Covington verða í aðal bardaga kvöldsins.

Breska léttvigtarstjarnan Paddy Pimblett telur sig ekki geta sótt sigur í hjarta stuðningsmanna í bardaganum sínum gegn Tony Ferguson. Paddy hefur sigrað síðustu 6 viðureignirnar sínar (í öllum samtökum), en Tony Ferguson hefur tapað síðustu 6 bardögum í UFC. Paddy telur að stuðningsmenn líti svo á að um skildusigur sé að ræða og að sigurinn muni ekki fyrirgefa lélega frammistöðu gegn Jared Gordon fyrr á árinu, þar sem að margir vildu meina að Gordon hafi verið rændur sigrinum. Hinn möguleikinn er auðvitað að Ferguson vinni viðureignina og endurheimti lof áhorfenda og þaggi niður í gagrýnisröddunum sem hafa hækkað róminn að undanförnu.

Tony Ferguson hefur æft með David Goggins fyrir bardagann og er fyrsti maðurinn til að klára Hell Week. Hell week er einhver rosalegasta æfingarvika sem sögur fara af og hafa margir sett sig í samband við Goggins og viljað æfa með honum, en að sögn Goggins endar þetta alltaf eins – æfingarfélaginn fær símtal, snýr sér svo við og segir “það kom svoltið uppá og ég bara verð að fara”. Þá má því gera ráð fyrir því að Tony Ferguson mæti í besta formi sem við höfum séð hann í og að hann sé andlega mjög staðráðinn í því að sækja sigurinn gegn Paddy um helgina.

Tony Ferguson æfir með David Goggins: https://www.youtube.com/watch?v=eHy4bWs-51c

Paddy Pimblett sem skein skýrar en allar stjörnurnar á himninum fyrir bardagann sinn gegn Jared Gordon, en vann sér inn miklar óvinsældir eftir bardagann og töldu margir að Jared hafði unnið. Það hefur einhvernveginn ekki fylgt sögunni, en er vert að taka fram, að Paddy meiddist á ökkla í fyrstu lotunni gegn Jared og þurfti að gangast undir aðgerð eftir bardagan og styðjast við hækju. Þetta er fyrsti bardaginn hans Paddy eftir aðgerðina og endurhæfingu.

Þó að Pimblett sé svartsýnn á vægi bardagans, að þá verður að segjast að sigurvegarinn vinnur sér inn uppreins æru með sigrinum. Sama í hvort hornið sigurinn lendir.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular