Artem Lobov er ekki lengur bardagamaður hjá UFC. Lobov óskaði eftir að samningi sínum yrði rift og fékk hann ósk sína uppfyllta.
Tími Artem Lobov í UFC er á enda en þetta tilkynnti hann á Twitter í gærkvöldi.
Locked and loaded, ready to take on anyone and everyone!!! Who wants it!!?! ????? @BellatorMMA @KSW_MMA @rizin_PR @bareknucklefc @ONEChampionship @ACA_League
— Artem Lobov (@RusHammerMMA) January 29, 2019
Lobov átti þrjá bardaga eftir af samningi sínum en fær nú að berjast annars staðar. Lobov var 2-5 í UFC og var UFC með áætlaðan bardaga fyrir hann í apríl.
Lobov er langt í frá hættur og vonast eftir að fá bardaga fljótlega. Lobov ætlar ekki bara að keppa í MMA heldur langar honum líka að keppa í boxi og sparkboxi.
Lobov er helst þekktur fyrir að vera einn besti bardagamaður allra tíma æfingafélagi Conor McGregor og komst í UFC í gegnum 22. seríu The Ultimate Fighter. Lobov var stór hluti af rútuárásinni hjá Conor McGregor í apríl í fyrra þar sem Conor var þar mættur til að verja Lobov eftir að Khabib hafði löðrungað hann nokkrum dögum áður. Lobov átti svo að mæta æfingafélaga Khabib, Zubaira Tukhugov, en eftir lætin í búrinu eftir bardaga Conor og Khabib var bardaginn blásinn af. Tukhugov fékk í gær eins árs bann fyrir sinn þátt í látunum.