spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentArtem Lobov mætir liðsfélaga Khabib í október

Artem Lobov mætir liðsfélaga Khabib í október

Artem Lobov mætir Zubaira Tukhugov á UFC bardagakvöldinu í Montcon þann 27. október. Lobov er liðsfélagi Conor McGregor og Tukhugov er liðsfélagi Khabib Nurmagomedov en þeir Conor og Khabib mætast fyrr í mánuðinum á UFC 229.

Artem Lobov hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Andre Fili í október 2017. Lobov átti að keppa á UFC 223 í Brooklyn í apríl en Lobov átti þátt í rútuárásinni hjá Conor McGregor skömmu fyrir bardagann og fékk því ekki að berjast. Lobov er 2-4 í UFC og töldu margir að þetta væru endalok hans í UFC en nú er hann kominn með sinn næsta bardaga.

Lobov mætir Zubaira Tukhugov í október en Tukhugov er 3-1 í UFC og féll á lyfjaprófi 2016. Talið var að bardaginn yrði á UFC 229 þann 6. október sem ákveðin upphitun fyrir risa bardaga Conor og Khabib en svo verður ekki. Tukhugov verður nefnilega ennþá í banni þann 6. október en klárar bannið sitt skömmu síðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular