Ciryl Gane og Ante Delija áttu að mætast á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn féll niður en þeir náðu þó að spila körfubolta saman á bardagaeyjunni.
Bardaginn átti að fara fram um helgina á bardagaeyjunni í Abu Dhabi og vera næstsíðasti bardagi kvöldsins. Mikil spenna ríkir fyrir Gane en hann hefur ekki barist síðan í desember í fyrra og þarf að bíða enn lengur.
Ante Delija barðist hjá Professional Fighters League (PFL) í fyrra. Hann barðist einn bardaga þar í fyrra en hans síðasti bardagi var í KSW. Delija átti að berjast aftur hjá PFL á þessu ári en núverandi keppnistímabil PFL var fellt niður vegna kórónuveirunnar og engin bardagakvöld framundan á árinu. Delija taldi sig vera lausan allra mála hjá PFL og samdi því við UFC.
Hann átti að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC á laugardaginn. PFL heldur því þó fram að Delija sé enn samningsbundinn PFL og megi því ekki berjast í UFC. Delija er mjög ósáttur enda hefur hann ekki getað barist hjá PFL allt árið þar sem engin bardagakvöld hafa verið á dagskrá hjá þeim og hefur hann því verið tekjulaus allt árið. Delija ætlar að fara hart í PFL og er með lögfræðinga í málunum.
Hann kom þó á bardagaeyjuna á dögunum sem og Gane. Þar sem bardaginn þeirra féll niður tóku þeir léttan körfuboltaleik í gær.
The co-main event between Cyril Gane and Ante Delija may have fallen through due to Delija's contractual issues, but that didn't stop Gane and Delija from competing on the basketball court on Fight Island.
— Aaron Bronsteter (@aaronbronsteter) October 14, 2020
Their sportsmanship is inspiring.
(📹📸Courtesy: Instagram/stipedrvis) pic.twitter.com/WKhIXIXKuT
Cyril Gane fær ekki nýjan andstæðing fyrir laugardaginn.