0

Conor vill mæta Dustin Poirier í Texas fyrir framan áhorfendur

Conor McGregor hefur samþykkt að berjast við Dustin Poirier þann 23. janúar. Conor vill að bardaginn verði á AT&T leikvanginum í Dallas með áhorfendur.

UFC er að reyna að setja saman bardaga Conor McGregor og Dustin Poirier. UFC vill að bardaginn fari fram þann 23. janúar en upphaflega vildi Conor berjast í nóvember eða desember á þessu ári. Conor hefur samþykkt tillögu UFC en leggur til að bardaginn verði á stórum leikvangi.

AT&T leikvangurinn í Dallas er eitt stærsta íþróttamannvirki Bandaríkjanna en þar spila Dallas Cowboys leiki sína í NFL deildinni. Leikvangurinn tekur um 80.000 manns í sæti en 101 þúsund áhorfendur voru á leikvanginum á WrestleMania WWE árið 2016. UFC hefur oft daðrað við hugmyndina um risabardaga á leikvanginum en aldrei látið verða að því.

Texas leyfir áhorfendur á viðburðum þessa dagana í 25% nýtingu leikvanga. Þannig mega 20.000 áhorfendur mæta á leiki Dallas Cowboys. Conor vill því hafa bardagann þar gegn Poirier með áhorfendur á leikvanginum stóra.

Síðustu mánuði hefur UFC einungis haft bardagakvöld í Apex aðstöðu sinni í Las Vegas eða á bardagaeyjunni í Abu Dhabi. Það er því óljóst hvort UFC láti verða af þessari hugmynd Conor McGregor.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.