0

Áttu að berjast en enduðu á að spila körfubolta í staðinn

Ciryl Gane og Ante Delija áttu að mætast á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn féll niður en þeir náðu þó að spila körfubolta saman á bardagaeyjunni.

Bardaginn átti að fara fram um helgina á bardagaeyjunni í Abu Dhabi og vera næstsíðasti bardagi kvöldsins. Mikil spenna ríkir fyrir Gane en hann hefur ekki barist síðan í desember í fyrra og þarf að bíða enn lengur.

Ante Delija barðist hjá Professional Fighters League (PFL) í fyrra. Hann barðist einn bardaga þar í fyrra en hans síðasti bardagi var í KSW. Delija átti að berjast aftur hjá PFL á þessu ári en núverandi keppnistímabil PFL var fellt niður vegna kórónuveirunnar og engin bardagakvöld framundan á árinu. Delija taldi sig vera lausan allra mála hjá PFL og samdi því við UFC.

Hann átti að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC á laugardaginn. PFL heldur því þó fram að Delija sé enn samningsbundinn PFL og megi því ekki berjast í UFC. Delija er mjög ósáttur enda hefur hann ekki getað barist hjá PFL allt árið þar sem engin bardagakvöld hafa verið á dagskrá hjá þeim og hefur hann því verið tekjulaus allt árið. Delija ætlar að fara hart í PFL og er með lögfræðinga í málunum.

Hann kom þó á bardagaeyjuna á dögunum sem og Gane. Þar sem bardaginn þeirra féll niður tóku þeir léttan körfuboltaleik í gær.

Cyril Gane fær ekki nýjan andstæðing fyrir laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.