spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagakvöldið í Madison Square Garden tekur á sig mynd

Bardagakvöldið í Madison Square Garden tekur á sig mynd

UFC 244 fer fram í Madison Square Garden þann 2. nóvember. Svo virðist sem enginn alvöru titilbardagi verði á kvöldinu en nokkrir spennandi bardagar hafa verið tilkynntir.

Eins og Dana White greindi frá um helgina munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaganum á UFC 244. Munu þeir berjast um svo kallað Baddest Motherfucker beltið en bardaginn fer fram í veltivigt.

Brett Okomoto hjá ESPN hefur síðan greint frá því að bardagi Darren Till og Kelvin Gastelum verði næstsíðasti bardagi kvöldsins. Þetta verður frumraun Till í millivigt en Till hefur tapað tveimur bardögum í röð.

Í þungavigt munu þeir Derrick Lewis og Blagoy Ivanov mætast. Lewis var í aðalbardaganum í Madison Square Garden í fyrra þegar hann tapaði fyrir Daniel Cormier.

Skemmtikrafturinn Johnny Walker mætir Corey Anderson í léttþungavigt á kvöldinu. Walker hefur komið skemmtilega á óvart í UFC og unnið alla þrjá bardaga sína í UFC í 1. lotu. Hann hefur verið frá um tíma þar sem hann meiddist á öxl í fögnuðinum eftir síðasta bardaga.

Í þessari viku var bardagi Stephen Thompson og Vicente Luque staðfestur í veltivigt. Thompson hefur átt erfitt uppdráttar en hann hefur bara unnið einn af síðustu fimm bardögum sínum og var rotaður í fyrsta sinn í febrúar. Luque hefur verið á frábæru skriði en hann hefur unnið 10 af síðustu 11 bardögum sínum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular