spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagarnir í beinni hjá íslenska bardagafólkinu hér

Bardagarnir í beinni hjá íslenska bardagafólkinu hér

Ambition Fight Series og Vision MMA Combat bardagakvöldin fara fram á Englandi í dag. Þar munu sjö keppendur frá íslenskum félögum keppa.

Vision MMA Combat fer fram í Carlisle í dag þar sem þrír keppendur frá Reykjavík MMA og Iceland Combat Arts keppa. Aron Leó Jóhannsson og Magnús ‘Loki’ Ingvarsson frá Reykjavík MMA keppa á kvöldinu og mun Reykjavík MMA senda út bardaga þeirra á Facebook síðu þeirra. Magnús (2-0) er að keppa sinn þriðja atvinnubardaga en þetta verður fyrsti áhugamannabardagi Arons. Mel Már Halidesson úr Iceland Combat Arts keppir einnig á Vision MMA kvöldinu. Lítið er vitað um nánari tímasetningu á bardagakvöldinu en fyrsti bardagi átti að hefjast kl. 15:00 í dag.

Á Ambition Fight Series eru fjórir keppendur frá Reykjavík MMA og Mjölni. Bardagarnir verða sýndir á MMA.TV hér fyrir 9,99 pund. Jhoan Salinas, Dagmar Hrund, Jón Ingi Ástþrúðarson og Kári Jóhannesson keppa öll þar í beinni en röð bardaganna má sjá hér að neðan. Útsendingin hjá MMA.TV hefst kl. 18:30.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular