0

Magnús ‘Loki’ loksins kominn með andstæðing á laugardaginn

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson fékk andstæðing í tæka tíð. Upprunalegi andstæðingur Magnúsar datt út og tókst að finna staðgengil á síðustu stundu.

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson (2-0 sem atvinnumaður) keppir á Vison MMA Combat bardagakvöldinu í Carlisle á laugardaginn. Eftir að upprunalegi andstæðingur Magnúsar datt út tókst loksins að finna andstæðing nú á fimmtudaginn. Sá heitir Dan Ballard (0-1 sem atvinnumaður) en bardaginn fer fram í hentivigt.

Bardagakvöldið í Carlisle verður sýnt beint á Facebook síðu Reykjavík MMA en auk Magnúsar keppa þeir Aron Leó Jóhannsson (einnig úr RVK MMA) og Mel Már Halidesson úr Iceland Combat Arts. Á Ambition Fight Series eru svo fjórir aðrir Íslendingar að keppa í London þannig að það verður nóg um að vera á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.