spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagi Bjarka Þórs verður titilbardagi - Bjarki Pétursson með nýjan andstæðing

Bardagi Bjarka Þórs verður titilbardagi – Bjarki Pétursson með nýjan andstæðing

Bjarki Þór Pálsson mun berjast um léttvigtarbelti FightStar bardagasamtakanna þegar hann mætir Quamer Hussein þann 7. október. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins en sex Íslendingar berjast á kvöldinu.

Í dag var tilkynnt að bardagi Bjarka Þórs (3-0) og Quamer ‘Machida’ Hussein (6-2) verði titilbardagi. Munu þeir berjast um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá FightStar bardagasamtökunum. Ríkjandi Evrópumeistari, Alfie Ronald Davis, samdi nýverið við Bellator í Bandaríkjunum og því hefur hann látið beltið af hendi. Fightstar starfar eingöngu í Evrópu og þ.a.l. er meistari samtakanna Evrópumeistari.

„Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér.“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu.

Bjarki Þór tók nokkra titla á áhugamannaferlinum en þetta verður hans fyrsti titilbardagi sem atvinnumaður. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.”

Föruneytið heldur til London á miðvikudaginn en nokkrar breytingar hafa átt sér stað á andstæðingum strákanna. Ingþór Örn Valdirmarsson hefur í tvígang misst andstæðinga sína og Bjarki Pétursson (1-0) var að fá nýjan andstæðing.

Upphaflega átti Bjarki Pétursson að mæta Felix Klinkhammer en sá meiddist í vikunni og mætir Bjarki ósigruðum Ungverja að nafni Norbert Novenyi (2-0). Bardaginn fer fram í -83 kg hentivigt en pabbi Ungverjans hlaut gull í grísk-rómverskri glímu á Ólympíuleikunum 1980.

Eftirtaldir Íslendingar berjast á kvöldinu þann 7. október:

Bjarki Þór Pálsson (3-0) gegn Quamer ‘Machida’ Hussein (6-2)
Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) gegn TBA
Bjarki ‘Big Red’ Pétursson (1-0) gegn Norbert Novenyi (2-0)
Þorgrímur ‘Baby Jesus’ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3)
Björn Þorleifur Þorleifsson (1-1) gegn John Sutton (0-0)
Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1) gegn Farukh Aligadjiev (5-0)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular