spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagi Demetrious Johnson og Ray Borg fellur niður - Ray Borg veikur

Bardagi Demetrious Johnson og Ray Borg fellur niður – Ray Borg veikur

Aðalbardaginn á UFC 215 var að fella niður. Demetrious Johnson átti að mæta Ray Borg í aðalbardaga kvöldsins annað kvöld en nú er Ray Borg orðinn veikur og getur ekki barist.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir Demetrious Johnson enda hefði hann bætt met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC með sigri. Þess í stað munu þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Í samtali við MMA Fighting sagði næringafræðingur Ray Borg að veikindin væru ekki vegna niðurskurðar Borg. Borg hefur átt í erfiðleikum með að skera niður í fluguvigt og tvisvar ekki náð tilsettri þyngd. Ray Borg sagðist vera átta pundum (3,6 kg) frá 125 punda fluguvigtartakmarkinu í gær og var hann mjög sáttur við það.

Borg hefur verið veikur alla vikuna og orðið verri þegar liðið hefur á vikuna. Við læknisskoðun seint í gær mat læknir UFC sem svo að Ray Borg væri ófær um að keppa. Talið er að bardaginn verði aftur bókaður á UFC 216 í næsta mánuði en það hefur ekki verið staðfest.

Eins og áður segir er bardagi Nunes og Shevchenko orðinn aðalbardagi kvöldsins. Það er kaldhæðnislegt í ljósi þess að þær áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í sumar. Þá var það Nunes sem veiktist og gaf Dana White það út að hún myndi aldrei vera í aðalbardaga kvöldsins aftur í UFC.

11. titilvörn Demetrious Johnson verður því að bíða betri tíma. T.J. Dillashaw var fyrr í sumar í umræðunni um að berjast við Johnson en Johnson hafnaði því. Ein af ástæðunum fyrir ákvörðun Johnson var sú að Johnson treysti því ekki að Dillashaw gæti náð 125 punda fluguvigtartakmarkinu enda hefur hann aldrei barist þar. Dillashaw leyndi ekki viðbrögðum sínum í gær á Twitter.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular