0

Cain Velasquez nálægt endurkomu

Cain Velasquez ætlar að taka sér inn tíma áður en hann snýr aftur í búrið. Cain Velasquez er enn einu sinni að jafna sig á meiðslum en býst við að berjast fljótlega á næsta ári.

Cain Velasquez hefur ekkert barist frá því í júlí 2016 og mun hann ekkert berjast á þessu ári ef marka má viðtal hans við Ariel Helwani.

Cain átti að mæta Fabricio Werdum á UFC 207 í desember í fyrra en nokkrum dögum fyrir bardagann greindi Cain frá því að hann gæti ekki staðið uppréttur lengur en í 15 mínútur í senn. Íþróttasambandið bannaði honum því að keppa og gekkst Cain undir aðgerð á baki skömmu síðar.

Cain ætlar ekkert að flýta sér að snúa aftur og stefnir á bardaga á næsta ári. Þrátt fyrir öll meiðslin er hann ekki hættur en vonandi líður ekki á löngu þar til við fáum að sjá þennan frábæra bardagamann aftur í búrinu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.