spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagi Kolbeins á föstudaginn felldur niður

Bardagi Kolbeins á föstudaginn felldur niður

Mynd: Af Facebook síðu Kolbeins.

Kolbeinn Kristinsson átti að keppa á föstudaginn í Detroit en hætt hefur verið við viðburðinn.

Kolbeinn Kristinsson (12-0) átti að keppa sinn 13. atvinnubardaga í boxi nú á föstudaginn. Kolbeinn átti að mæta Rodney Moore (20-18-2) í þungavigt á boxkvöldi í Detroit en líkt og víðsvegar í heiminum hefur verið hætt við alla bardagana vegna kórónaveirunnar.

Ferill Kolbeins er kominn á gott flug eftir að hann fékk samning við Salita Promotions. Kolbeinn barðist síðast í janúar þegar hann sigraði Dell Long með rothöggi í 2. lotu. Kolbeinn vill berjast sem mest á þessu ári en hann hefur dvalið í Bandaríkjunum í um það bil mánuð til að undirbúa sig fyrir bardagann sem átti að vera á föstudaginn. Kolbeinn býst við að koma sér heim til Íslands á næstu dögum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular