0

Nokkrir bardagar falla niður hjá RVK MMA

Reykjavík MMA hefur þurft að hætta við nokkra MMA bardaga vegna kórónaveirunnar.

Ótal bardagakvöld hafa fallið niður víðs vegar um heiminn og voru nokkrir bardagamenn frá Reykjavík MMA með bardaga sem féllu niður.

Dagmar Hrund, Hrafn Þráinsson og Aron Kevinsson áttu að berjast þann 18. apríl á Evolution of Combat í Englandi en bardagakvöldið hefur verið fellt niður. Jhoan Salinas og Alvaro Heredero Lopez áttu að berjast á Climant Show á Spáni þann 21. mars en það bardagakvöld var einnig fellt niður.

Kolbeinn Kristinsson átti að keppa sinn 13. atvinnubardaga í boxi um helgina og þá voru sjö bardagar sem féllu niður hjá Mjölni. Hætt hefur verið verið fjölmörg bardagakvöld enda lítið um íþróttir um allan heim þessa dagana.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.